Landsleikur Íslands gegn Kósóvó, sem tapaðist 2-1, var gerður upp í Íþróttavikunni hér á 433.is. Þar var Sigurbjörn Hreiðarsson gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys.
Aron Einar Gunnarsson byrjaði leikinn eftir að hafa lítið spilað með félagsliði sínu, Al-Gharafa í Katar, í vetur.
„Maður sá það þegar leið á leikinn að það var farið að draga af honum. Hann er klárlega ekki tilbúinn í 90, ekki einu sinni sem hafsent. Ég er allavega á því,“ sagði Hrafnkell.
Sigurbjörn telur að Arnar Gunnlaugsson geri breytingar á liðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósóvó á morgun. „Það eru þrír dagar á milli og ekkert allir að spila í sínum liðum. Það má alveg búast við því að hann breyti,“ sagði hann áður en Hrafnkell tók til máls.
„Hverju ætlar hann að breyta í vörninni ef hann tekur Aron út? Hann tók fáa varnarmenn með sér út. Hann getur sett Guðlaug Victor þar og vonandi verður Valgeir Lunddal heill og getur verið í bakverði.“
Umræðan í heild er í spilaranum.