Jurrien Timber, leikmaður Arsenal, er kominn aftur til London eftir að hafa verið hluti af hollenska landsliðshópnum.
Þetta hefur hollenska sambandið staðfest en Timber var ekki með þeim hollensku í 2-2 jafntefli við Spán í vikunni.
Ástæðan er sú að Timber er að glíma við veikindi og missti hann þess vegna af fyrri leik liðanna í Þjóðadeildinni.
Varnarmaðurinn verður ekki búinn að jafna sig fyrir næsta leik liðanna á sunnudaginn og fékk því leyfi til að snúa aftur heim.
Það er ákveðinn skellur fyrir Holland þar sem Jorrel Hato sem byrjaði í vinstri bakverði gegn Spánverjum fékk rautt spjald í þeim leik og má ekki taka þátt.