Ethan Nwaneri, undrabarn Arsenal, þurfti að skila inn heimavinnu í skóla sínum aðeins 24 tímum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu.
Nwaneri var þá 15 ára gamall en hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að taka þátt.
Það var heimavinna í ensku sem vængmaðurinn þurfti að skila inn á mánudeginum – eitthvað sem hann gerði án vandræða.
Kennari leikmannsins, Elle Bewley, ræddi um málið og virðist staðfesta það að um afskaplega duglegan strák sé að ræða.
,,Ég er ekki að grínast, hann labbaði inn í skólann á mánudaginn og rétti mér heimavinnuna og hélt svo áfram með daginn,“ sagði Bewley.
,,Það var ekkert samtal sem átti sér stað, engar truflanir, ekki neitt!“