Sean Dyche, fyrrum stjóri Everton og Burnley, er kominn í nýtt starf um tveimur mánuðum eftir að hafa yfirgefið það fyrrnefnda.
Dyche fékk sparkið frá everton eftir slakt gengi á tímabilinu en David Moyes tók við og hefur snúið genginu við.
Dyche virðist ætla að taka sér ákveðna hvíld frá knattspyrnuþjálfun en hann er nýr útvarpsmaður hjá TalkSport.
Hann mun mæta ásamt Jonny Owen í útvarpsþátt á hverjum sunnudegi þar til hann fær nógu spennandi tilboð í knattspyrnuheiminum.
Þátturinn fer í loftið í hádeginu á sunnudag og er um tveir klukkutímar á lengd.