Matteo Guendouzi, landsliðsmaður Frakklands, er á því máli að Ousmane Dembele geti vel unnið Ballon d’Or á þessu ári.
Dembele hefur átt stórkostlegt tímabil með Paris Saint-Germain og hefur skorað 22 mörk á aðeins þessu ári, 2025.
Dembele er orðaður við verðlaunin sem eru veitt besta knattspyrnumanni hvers árs og er Guendozi sannfærður um að hann eigi þau skilið eftir slíka frammistöðu.
,,Það sem hann er að gera í dag gerir hann að sterkum kandídata fyrir Ballon d’Or,“ sagði Guendouzi.
,,Hann hefur alltaf verið með hæfileikana til að afreka þetta, hann er einn besti leikmaður heims, jafnvel ef hann myndi ekki skora þessi mörk.“
,,Það eru margir leikmenn í heiminum sem eru byrjaðir að hræðast hann í dag.“