Ummælin lét Kári falla eftir tap íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni í vikunni. Umræða fyrr um daginn hafði verið um hvort betra væri fyrir Ísland að tapa þessu einvígi til þess að keppa í C-deild keppninnar og eiga meiri möguleika á að komast á stórmót gegn veikari andstæðingum.
Áfram Ísland 🇮🇸 pic.twitter.com/hFEQFzbwdI
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) March 21, 2025
„Þá er ekkert jafnsætt að fara á EM. Þá er þetta pínu orðið eins og handboltinn, þar sem er bara stórmót á hverju ári, sem allir horfa vissulega á því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins. Þetta á að vera afrek,“ sagði Kári.
Handboltagoðsögnin Björgvin Páll Gústavsson vakti athygli á ummælum Kára og skrifaði: „Áfram Ísland.“ Handboltaþjálfarinn og spekingurinn Arnar Daði Arnarsson tók töluvert dýpra í árina.
„Enn einn litli kallinn mættur til að upphefja “sína” íþrótt með því að miða sig við Þjóðaríþróttina. Kári Árnason litli kall.“
Enn einn litli kallinn mættur til að upphefja “sína” íþrótt með því að miða sig við Þjóðaríþróttina.
Kári Árnason litli kall🤏🏽#Handkastið https://t.co/xyLrNKx08S
— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) March 21, 2025