Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, viðurkennir það að hann hafi verið hissa þegar Thomas Tuchel var ráðin nýr landsliðsþjálfari Englands.
Tuchel var ráðinn til starfa undir lok síðasta árs en sú ráðning kom mörgum á óvart – hann tók opinberlega við störfum þann 1. janúar.
Kane þekkir það að vinna með Tuchel en þeir voru saman hjá Bayern Munchen áður en sá síðarnefndi var rekinn.
,,Ég viðurkenni það að þessi ráðning kom mér á óvart. Ég var ekki að búast við þessu,“ sagði Kane.
,,Ég var ekki að sjá hann fyrir mér sem landsliðsþjálfara. Um leið og hann var kynntur þá var ég augljóslega spenntur því ég fékk að kynnast því að vinna með honum á síðasta ári.“
,,Ég vissi hvað hann gæti komið með inn í liðið sem við erum með í dag.“