Mikel Merino hefur undanfarið spilað sem framherji hjá enska stórliðinu Arsenal en hann er þekktastur fyrir það að spila á miðjunni.
Arsenal er með fáa valkosti í fremstu víglínu í dag vegna meiðsla og þess vegna hefur Merino tekið að sér óvænt hlutverk.
Spánverjinn viðurkennir að hann hafi hlegið að hugmyndinni til að byrja með áður en hann fékk orð í eyra frá stjóra liðsins, Mikel Arteta.
,,Við vorum í æfingaferð í Dubai og Kai Havertz varð fyrir því óláni að meiðast. Margir voru meiddir og það eru fáir sóknarmenn til staðar,“ sagði Merino.
,,Á samskiptamiðlum og í skilaboðum frá vinum mínum þá var það nefnt að ég myndi spila frammi en ég hló bara að þessu. Ég hugsaði að þetta væri meira bullið.“
,,Daginn fyrir leikinn gegn Leicester þá var það nefnt að ég gæti spilað sem framherji, fölsk nía; einhver sem droppað aftar til að hjálpa miðvörðunum.“
,,Mikel Arteta spurði mig hvort þetta væri í lagi og ég svaraði einfaldlega að ég myndi gera það sem hann þyrfti.“