Maður að nafni Mark Inkster er í fréttum erlendis þessa dagana en hann hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Inkster eyddi yfir fimm milljónum króna í OnlyFans fyrirsætuna Alice Goodwin sem þurfti að taka sér frí frá vinnunni í þrjá mánuði vegna áreitis.
Maðurinn taldi sig hafa verið í ástarsambandi með fyrirsætunni og byrjaði að senda henni alls konar ástarkveðjur bæði í pósti og í gegnum internetið.
Maðurinn var giftur á þessum tíma en hann er 43 ára gamall og hefur sjálfur viðurkennt brot sitt fyrir framan dómara.
Goodwin er fyrrum eiginkona Jermaine Pennant en hann var lengi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og lék með liðum eins og Arsenal og Liverpool.
Fjallað er um það að Inkster hafi sent Goodwin skilaboð daglega í langan tíma og vildi fá frekari upplýsingar um hennar einkalíf og hvar hún væri staðsett á ákveðnum tímum.
Ekki nóg með það þá fékk hún jólakort og afmæliskort frá manninum sem taldi sig vera ásftanginn þrátt fyrir að vera giftur annarri konu.
Ástæðan fyrir skilorðsbundnu fangelsi virðist vera að Inkster hafi aldrei hótað Goodwin á neinn hátt eða hennar fjölskyldu en hafði eitt sinn samband við dóttur fyrirsætunnar.