Bann sóknarmannsins Matheus Cunha hefur verið framlengt en hann spilar með Wolves á Englandi.
Um er að ræða líklega mikilvægasta leikmann Wolves en hann var upphaflega dæmdur í þriggja leikja bann.
Ástæðan er hegðun Portúgalans í leik gegn Bournemouth en hann skallaði þar varnarmanninn Milos Kerkez.
Bann Cunha hefur verið framlengt um einn leik og var hann einnig sektaður um 50 þúsund pund.
Cunha hefur sjálfur beðist afsökunar á hegðun sinni og viðurkennir að hann hafi farið vel yfir strikið.