Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, var hundfúll með sína menn eftir leik gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í vikunni.
Portúgal tapaði 1-0 gegn Dönum þar sem Rasmus Hojlund skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.
Martinez baunaði á Cristiano Ronaldo og aðra leikmenn Portúgals eftir tapið og hafði lítið jákvætt að segja.
,,Virkaði planið okkar ekki? Ég er sammála því. Þetta er versta frammistaða liðsins í tvö ár,“ sagði Martinez.
,,Þetta tengist ekki beint leikplaninu. Við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í þessum leik.“
,,Við þurftum á svona leik að halda, við fengum fimm mánaða pásu og við mættum ekki til leiks af þeim krafti sem við þurftum.“