Ryan Giggs, goðsögn Manchester United, er ekki sannfærður um að Marcus Rashford muni snúa aftur til félagsins.
Rashford yfirgaf United í janúar fyrir Aston Villa en hann skrifaði undir lánssamning við félagið út tímabilið.
Rashford hafði allan sinn feril leikið með United en virtist hafa tapað ástinni fyrir fótboltanum undir lokin á Old Trafford.
Giggs segir að Rashford hafi þurft að taka á of miklu sem leikmaður United og var það gott fyrir leikmanninn að finna nýtt heimili – jafnvel þó það sé tímabundið.
,,Ef ég horfi á þetta utan frá þá er eins og hann hafi þurft að bera jörðina á öxlum sér og hann hafði gleymt því hvernig á að spila með frjálsræði,“ sagði Giggs.
,,Það er gott að sjá hann spila vel með Aston Villa. Ég er ekki viss um að hann snúi aftur.“