Stuðningsmenn enska landsliðsins voru ekki allir hrifnir í gær eftir fyrsta leik Thomas Tuchel við stjórnvölin.
Tuchel tók við enska landsliðinu þann 1. janúar en hann er eftirmaður Gareth Southgate sem lét af störfum í fyrra.
England vann Albaníu 2-0 í Þjóðadeildinni í gær þar sem Myles Lewis Skelly og Harry Kane komust á blað.
Spilamennska Englands fékk þó töluverða gagnrýni og þótti hún ekki nógu sannfærandi eða þá spennandi.
Enskir stuðningsmenn voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlum og vilja nokkrir meina að liðið hafi spilað skemmtilegri bolta undir Southgate.
,,Alls ekki sannfærandi byrjun… Southgate spilaði skemmtilegri fótbolta,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þetta var alls ekki frábært en svosem ágætis frammistaða gegn slöku liði.“