Danmörk vann 1-0 sigur á Portúgal í Þjóðadeildinni í gær þar sem varamaðurinn Rasmus Hojlun skoraði eina markið.
Framherji Manchester United var með öfluga innkomu í leiknum og tryggði sigurinn fyrir Dani.
Fagnið hans vakti athygli en hann hlóð í Suii fagnið sem Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir og byrjaði á.
Margir túlkuðu þetta sem skot á Ronaldo en svo var ekki. „Cristiano er mér allt, ég elska fótbolta vegna Cristiano. Ég er stuðningsmaður Manchester United vegna Cristiano,“ sagði Hojlund eftir leik.
Bro hit THE SUIII 😭
pic.twitter.com/j7uQuGFeuf— AB⚕ (@AbsoluteBruno) March 20, 2025