Manchester United er tilbúið að ganga ansi langt í sumar til að fá Jarrad Branthwaite miðvörð Everton.
Ensk blöð halda þessu fram í dag en segja að líklega þurfi United að vinna Evrópudeildina til að hafa efni á Branthwaite.
Með því að vinna þá keppni fær United miða í Meistaradeildina en liðið er komið í átta liða úrslit.
Branthwaite er 22 ára gamall en United reyndi mikið að fá hann síðasta sumar en það án árangurs.
Branthwaite vill fara frá Everton og taka næsta skref á ferlinum og gæti endað hjá United í sumar.