Riccardo Calafiori varnarmaður Arsenal meiddist á hnéi í landsleik með Ítalíu í gær þegar liðið mætti Arsenal.
Atvikið átti sér stað seint í leiknum og varð ítalski varnarmaðurinn að fara af velli á 92 mínútu.
„Ég veit ekki nóg núna, hann fann fyrir skrýtnum hlutum í hnénu á sér,“ sagði Luciano Spalletti þjálfari Ítalíu.
Calafiori er á sínu fyrsta tímabili hjá Arsenal og hefur átt ágætis spretti í treyju liðsins.
Arsenal er á leið inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid í apríl þar sem liðið þarf á öllum að halda til að eiga séns.