Það er ekki bara sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar undir á sunnudag þegar Ísland og Kosóvó mætast í seinni leik liðanna. Heimaleikur Íslands fer þá fram á Spáni.
Ísland tapaði fyrri leiknum 2-1 í gær þar sem liðið lék í fyrsta sinn undir stjórn Arnar Gunnlaugssonar.
Þorkell Máni Pétursson stjórnarmaður KSÍ var í viðtali á Bylgjunni í morgun og benti á það að miklir fjármunir eru undir með því að vera í B-deild.
„40-50 milljónir sem við verðum af ef við vinnum ekki einvígið,“ sagði Máni en tapi liðið einvíginu fer það niður í C-deild.
Íslenska landsliðið á að vera betra en lið Kosóvó en lélegur seinni hálfleikur í gær varð liðinu á falli.