Lucas Paqueta miðjumaður West Ham svarar til saka í dag fyrir meint veðmálasvindl sitt.
Paqueta er sakaður um það að hafa árið 2023 fengið fjögur gul spjöld og það viljandi.
Veðjað var á það í heimlandi hans Brasilíu og eiga veðmálin að hafa komið frá fólki sem er tengt honum.
Paqueta hafnar því að hafa viljandi fengið gult spjald og kallar David Moyes fyrrum stjóra sinn sem vitni í málinu sem nú er til skoðunar.
Paqueta segist hafa beðið Moyes um að spila ekki leik gegn Bournemouth í ágúst árið 2023 þegar Manchester City sýndi honum áhuga.
Moyes hlustaði ekki á það og spilaði Paqueta sem fékk gult spjald á 94 mínútu fyrir að handleika knöttinn. Málið er fyrir dómstóli enska sambandsins en lífstíðarbann frá fótbolta er líklegt fyrir Paqueta.