Riccardo Calafiori verður frá í 2-3 vikur eftir meiðsli sem hann varð fyrir á hné í gær.
Þessi bakvörður Arsenal meiddist í leik með Ítalíu gegn Þjóðverjum í gær og óttuðust stuðningsmenn Arsenal það versta.
Samkvæmt fréttum frá Ítalíu verður Calafiori þó frá í 2-3 vikur. Hann missir af seinni leiknum gegn Þjóðverjum í Þjóðadeildinni.
Þá missir Calafiori sennilega af leikjum Arsenal gegn Fulham og Everton í ensku úrvalsdeildinni og mögulega fyrri leiknum gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.