fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Marciano Aziz í Gróttu

433
Föstudaginn 21. mars 2025 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíski miðjumaðurinn Marciano Aziz er genginn til liðs við Gróttu og mun leika með liðinu í sumar. Aziz, sem verður 24 ára á árinu, er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur en hann kom eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sumarið 2022 og skoraði 10 mörk í 10 leikjum fyrir Mosfellinga. Hann lék svo með HK í Bestu deildinni sumarið 2023 og fyrri hluta tímabils 2024.

Fyrir komuna til Íslands lék Aziz með belgíska félagin Eupen og kom við sögu í yngri landsliðum Belgíu.

Magnús Örn Helgason yfirmaður knattspyrnumála á von á tilþrifum frá Aziz í bláu treyjunni:
„Það eru frábær tíðindi að Marciano hafi skrifað undir hjá Gróttu. Hann kemur til móts við liðið í æfingaferðinni á Spáni í byrjun apríl og byrjar vonandi að láta til sín taka strax í Mjólkurbikarnum. Marciano er mjög teknískur leikmaður sem líður vel með boltann og hefur getu til að búa til og skora mörk. Við tökum vel á móti honum og hjálpum honum að finna taktinn hratt og vel. Þá veit ég að hann verður mikilvægur hlekkur í sóknarleik Gróttuliðsins í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals