Liverpool mun í sumar hafa vel yfir 100 milljónir punda til að fá inn nýjan framherja í sumar. Enskir miðlar segja frá.
Þar segir einnig að búist sé við því að Darwin Nunez fari frá félaginu.
Nunez var nálægt því að fara til Sádí Arabíu í janúar og gæti haft þann kost á borði sínu í sumar.
Nunez er 25 ára gamall framherji frá Úrúgvæ en hann hefur ekki náð því flugi sem vonast var eftir á Anfield.
Alexander Isak framherji Newcastle hefur verið nefndur til sögunnar á Anfield og gæti félagið reynt að kaupa hann í sumar.