Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi leggur til að Gylfi Þór Sigurðsosn verði settur inn í íslenska landsliðið til að leysa vandamál sem blasir við.
Kári ræddi málið á Stöð2 Sport í gærkvöldi eftir 2-1 tap liðsins gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni, um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Hákon Arnar Haraldsson lék mjög aftarlega á vellinum í gær en hans hlutverk var að fá boltann í fætur og koma honum upp völlinn. Hákon er vanari því að að spila ofar á vellinum.
Kári telur að það þurfi mann sem sé svona góður á boltann þarna í leikstíl Arnars en segist eiga lausnin í Víkinni.
„Já, ef þú ætlar að halda svona í boltann og spila honum alltaf út. Þá verður Hákon að vera þarna, hann er eini sem ræður við það,“ sagði Kári á Stöð2 Sport í gær.
Hann hélt svo áfram. „Eigum við fá Gylfa á þetta svæði? Svarið mitt er já,“ sagði Kári og með því væri hægt að koma Hákoni framar á völlinn.