fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
433Sport

Kári Árna: „Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. mars 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, segir að þær breytingar sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari er að gera á liðinu megi ekki taka of langan tíma.

Arnar tók við í vetur og stýrði Íslandi í fyrsta sinn í 2-1 tapi gegn Kósóvó í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar en frammistaða Íslands var ekki sannfærandi.

„Þetta tekur tíma, ef þú ætlar að breyta og verða possesion lið. Ég þekki það á eigin skinni, við vorum í bullandi fallbaráttu áður en þetta fór að ganga,“ sagði Kári á Stöð 2 Sport eftir leik, en hann spilaði auðvitað undir stjórn Arnars hjá Víkingi um skeið.

„Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu? Þetta snýst um úrslit fyrst og fremst. Það er öllum sléttsama um fagurfræði ef þú nærð ekki í úrslit. Þú getur sagt að þetta sé besta leiðin til að ná í úrslit en það má ekki taka tvö ár.“

Seinni leikur liðanna, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á Spáni á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“

Besta deildin sendir frá sér stiklu þar sem Hjálmar Örn fer á kostum – „Hvað sérðu í honum?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Modric las yfir Mbappe í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Modric las yfir Mbappe í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal gæti fengið samkeppni

Arsenal gæti fengið samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkur sigur hjá Heimi í kvöld

Sterkur sigur hjá Heimi í kvöld
433Sport
Í gær

Nýr landsliðsfyrirliði jafnar fyrir Ísland – Sjáðu markið

Nýr landsliðsfyrirliði jafnar fyrir Ísland – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Hörkuleikur hjá U21 á morgun

Hörkuleikur hjá U21 á morgun