Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins hefur sett Bentley bifreið sína á sölu og vill fá 12 milljónir fyrir bílinn.
Um er að ræða 2017 módel af Bentley sem er ansi glæsilegur.
Bílinn er staðsettur á Englandi og er ekki keyrður nema 40 þúsund kílómetra þrátt fyrir að vera átta ára gamall.
Kane hefur ekkert notað bílinn undanfarið en hann er búsettur í Þýskalandi.
Kane fór til FC Bayern fyrir tæpum tveimur árum og síðan þá hefur bílinn verið í geymslu.
Kane ætlar nú að selja gripinn og getur þú keypt hann með því að smella hérna