Manchester United hefur áhuga á Felix Nmecha, leikmanni Dortmund, samkvæmt þýska blaðinu Bild.
Nmecha hefur þótt standa sig vel á miðjunni hjá Dortmund, sem er þó heilt yfir að eiga ansi erfitt tímabil og er um miðja deild í Þýskalandi.
Talið er að Amorim vilji bæta miðjumanni í hóp United í sumar og þykir Nmecha, sem er metinn á um 40 milljónir punda, spennandi kostur.
Nmecha er 24 ára gamall og kom til Dortmund frá Wolfsburg fyrir síðustu leiktíð.
Þjóðverjinn var á mála hjá Manchester City á yngri árum og spilaði alls þrjá leiki fyrir aðalliðið.