Blómlegur rekstur knattspyrnudeildar ÍA vekur athygli en félagið virðist í góðum málum miðað við nýjasta ársreikning félagsins. Hagnaður síðasta árs var rúmar 55 milljónir.
Tekjur deildarinnar voru 367 milljónir og hækkuðu um rúmar 80 milljónir króna á milli ára. Mest munar um auknar tekjur af mótum KSÍ.
Tekjurnar voru tæpar 30 milljónir árið 2023 en voru á síðasta ári vel yfir 80 milljónir. Æfingagjöld yngri flokka voru 67 milljónir af þessum tekjum.
Félagið borgaði 239 milljónir í laun og verktakagreiðslur á síðasta ári en sú tala hækkar um tæpar 40 milljónir á milli ára.
Þá hagnaðist félagið um 81 milljón af leikmannaviðskiptum en sú tala var nálægt 100 milljónum árið á undan.
Félagið á 177 milljónir í óráðstafað eigið fé en að auki á félagið inni 61 milljón í skammtímakröfur. Skuldir deildarinnar eru tæpar 30 milljónir.
Meira:
Reksturinn í Eyjum áfram erfiður – Skulda aðalstjórn vel yfir 100 milljónir
Taprekstur á Akureyri sem skilaði titli – Bónusar til leikmanna hluti af þeirri ástæðu
Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára