Samkvæmt frétt Athletic eru forráðamenn Liverpool mjög vongóðir um að Mo Salah og Virgil van Dijk skrifi undir nýja samninga við félagið.
Bæði Salah og Van Dijk verða samningslausir í sumar og geta því farið frítt frá Liverpool.
Sömu sögu er að segja af Trent Alexander-Arnold en taldar eru miklar líkur á því að hann fari til Real Madrid.
Liverpool telur að samkomulag við Salah og Van Dijk sé líklegt en Salah er 32 ára gamall og Van Dijk er 33 ára.
Báðir hafa í mörg ár verið lykilmenn í Liverpool og á þessu tímabili hafa þeir verið stórkostlegir.