Stikla úr nýrri auglýsingu fyrir Bestu deildina, sem hefst eftir rúmar tvær vikur, hefur verið gefin út og þar fer skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson á kostum
Um stikluna
Besta deildin fer af stað eftir rétt rúmlega tvær vikur og hefur deildin sent frá sér fyrstu stikkluna í nýrri herferð til að kynna mótið.
Viðfangsefni auglýsingarinnar er knattspyrnufélag Reykjavíkur en þeir hafa verið duglegir á félaskiptamarkaðinum og sankað að sér mikið af uppöldum KR-ingum.
Í auglýsingunni er rykið dustað af gömlum karakter sem fyrst kom fram á sjónvarsviðið þegar deildin hét Pepsi Max deildin sem eflaust margir muna eftir.
Grétar Guðjohnsen er uppalinn í KR og hefur oftar en ekki þurft að bíta í það súra epli að vera utan hóps á leikdegi.