Samkvæmt frétt þýska blaðsins Bild er Manchester United áhugsamt um það að kaupa Felix Nmecha miðjumann Borussia Dortmund í sumar.
Nmecha er þýskur landsliðsmaður sem er 24 ára gamall en hann hefur verið í tvö ár hjá Dortmund.
Nmecha er miðjumaður en það er sú staða á vellinum sem Ruben Amorim vill helst styrkja í sumar.
Talið er að Dortmund vilji fá 40 milljónir punda fyrir Nmecha í sumar.
United þarf að selja leikmenn í sumar til að fjármagna kaup á leikmönnum sem Amorim vill fá til félagsins.
🔴📰 | #mufc are chasing and keen on signing Borussia Dortmund midfielder Felix Nmecha, who is rated at £40 million.
[@BILD/@MailSport] pic.twitter.com/0MTlos9XXS
— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 20, 2025