Rasmus Hojlund gæti snúið aftur til Ítalíu í sumar eftir að hafa mistekist að heilla hjá Manchester United.
Hojlund kom til United frá Atalanta fyrir síðustu leiktíð en hann hefur verið orðaður við brottför eftir erfið tímabil á Old Trafford.
Gazzetta dello Sport segir Napoli hafa áhuga á danska framherjanum og enn fremur að það muni kosta um 50 milljónir punda.
Gæti það gert United auðveldara fyrir að fá Victor Osimhen, sem er á mála hjá Napoli en reyndar á láni hjá Galatasaray sem stendur. Hann spilar sennilega ekki fleiri leiki fyrir Napoli og fer að öllum líkindum í sumar.