Chelsea hefur tryggt sér þjónustu Geovany Quenda, leikmanni Sporting, frá og með sumrinu 2026. Manchester United hafði einnig áhuga.
Um er að ræða 17 ára gamlan kantmann sem Chelsea greiðir 43 milljónir punda, enda hafa þeir mikla trú á honum.
Fyrrum stjóri Quenda hjá Sporting, Ruben Amorim, vildi fá hann til United en það tókst ekki.
Nú segir breska blaðið Mirror frá því Quenda hafi valið Chelsea fram yfir United þar sem honum hugnaðist ekki að spila sem vængbakvörður í 3-4-2-1 kerfi Amorim.
Er hann mun hrifnari af kerfi Enzo Maresca hjá Chelsea, en þar fær hann að spila sem hefðbundinn kantmaður.