fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Svona er fyrsta byrjunarlið Arnars sem landsliðsþjálfari – Albert, Hákon, Orri og Andri allir með

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 18:34

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Ísland mætir Kósóvó í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Leikurinn fer fram í Kósóvó en seinni leikurinn, eiginlegur heimaleikur Íslands, fer fram á Spáni á sunnudag.

Arnar virðist stilla upp í einhvers konar 3-4-3 kerfi og eru Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen allir með.

Orri Steinn er með fyrirliðabandið í fyrsta sinn eftir að Arnar opinberaði að hann tæki við bandinu af Aroni Einari Gunnarssyni, sem er líka í byrjunarliðinu í kvöld.

Byrjunarlið Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Aron Einar Gunnarsson
Sverrir Ingi Ingason

Mikael Egill Ellertsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Logi Tómasson

Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson
Andri Lucas Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson