Írland, með Heimi Hallgrímsson í brúnni, vann Búlgaríu í kvöld.
Eins og Ísland er Írland að berjast við að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar og lék liðið fyrri leik sinn við Búlagaríu í kvöld.
Heimamenn í Búlgaríu komust yfir með marki Marin Petkov snemma leiks en Írar sneru leiknum sér í hag með mörkum Finn Azaz og Matt Doherty í fyrri hálfleik.
1-2 sigur niðurstaðan hjá Heimi og félögum. Liðið er því í sterkri stöðu fyrir seinni leikinn heima á sunnudag.