Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Real Madrid áhuga á því að kaupa spænska landsliðsmanninn, Martin Zubimendi í sumar.
Zubimendi er í eigu Real Sociedad en hann hefur um nokkurt skeið verið mjög eftirsóttur.
Liverpool reyndi að kaupa Zubimendi síðasta sumar en þá hafnaði hann félaginu og vildi vera áfram á Spáni.
Arsenal er svo sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Zubimendi í sumar en Real Madrid ætlar með í þá keppni.
Sagt er að Real Madrid horfi á Zubimendi sem mikilvægan hlekk til að endurnýja liðið sitt í sumar.