„Ef ég væri Bruno Fernandes þá væri ég svo sannarlega að reyna að losna frá Manchester United, hann er þeirra besti leikmaður en fær mikinn skít,“ segir Joe Cole fyrrum leikmaður enska landsliðsins.
Cole segir að Bruno eigi skilið að spila í betra liði þar sem hann fái meiri ást.
Bruno var nálægt því að fara frá United síðasta sumar en gerði þá nýjan samning. „Hann hlýtur að fara heim á kvöldin og velta því fyrir sér af hverju hann fær að heyra það þegar hann er sá eini sem dregur liðið áfram.“
„Það eru aðrir að gera allt í lagi en hann er í reynd að draga liðið áfram á erfiðum tímum.“
„Hann er magnaður fótboltamaður sem kæmist í hvaða lið sem er, hann myndi blómstra. Hann þarf líka að sanna fyrir sjálfum sér að hann geti spilað með þeim bestu.“