fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
433Sport

Mikael reiður Sindra eftir grein hans í dag – „Þetta er einhver mesta lúsera grein sem ég hef séð“

433
Fimmtudaginn 20. mars 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er betra fyrir Ís­land að vinna eða tapa?,“ er fyrirsögnin á grein sem Sindri Sverrisson blaðamaður á Vísir.is birtir í dag og ræðir þar um einvígi Íslands gegn Kosóvó í Þjóðadeildinni.

Liðið mætir þar Kosóvó í umspili um að halda sér í B-deild eða falla niður í C-deildina.

Sindri færir þar rök fyrir því að mögulega sé auðveldara að komast inn á stórmót með því að fara í neðri deild, þannig komst Georgía inn á síðasta Evrópumót í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA var ekki sáttur með þessa grein og gerði grein fyrir skoðun sinni í Þungavigtinni í dag.

„Georgía var á EM síðast því þeir voru í D-deild, þeir unnu hana. Þá ferðu í auðveldara umspil, þetta er ekki flókið. Viljum við eiga meiri séns á því að fara á EM 2028 með því að tapa gegn Kosóvó? Nei, hættu þá bara í fótbolta,“ sagði Mikael í þætti dagsins.

Mikael hótar því að hætta að halda með landsliðinu ef íslenska liðið tapar þessu einvígi. „Ég fer að halda með öðru landsliði, vinnum Kosóvó og verðum í B-deild. Einbeitum okkur svo að HM, svo kemur undankeppni EM og tvö efstu sætin fara á EM. Ef við lendum í því að enda í þriðja sæti, þá fáum við umspil við aðeins betra lið.“

Hann segir svona hugsunarhátt ekki í boði að kannski sé betra að tapa. „Hitt er bara mesti lúseraháttur sögunnar, þetta er ein furðulegasta grein sem ég hef séð. Heldur þú að Arnar Gunnlaugsson og hans menn séu að hugsa svona? Þetta er einhver mesta lúsera grein sem ég hef séð.“

„Það eru mikil vonbrigði ef við sitjum hér á mánudag í C-deild Þjóðadeildarinnar, ekki góð byrjun hjá Arnari þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Fyrirbærið“ Albert Guðmundsson og hans magnaða tölfræði á Ítalíu

„Fyrirbærið“ Albert Guðmundsson og hans magnaða tölfræði á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar Smári yfirgefur Breiðablik og semur við Grindavík

Arnar Smári yfirgefur Breiðablik og semur við Grindavík
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Biðja um sannleikann eftir að drengurinn lést í gær degi fyrir 19 ára afmælið sitt

Biðja um sannleikann eftir að drengurinn lést í gær degi fyrir 19 ára afmælið sitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ráðleggur Bruno að fara burt frá United

Ráðleggur Bruno að fara burt frá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik Arnars sem þjálfari Íslands í kvöld

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik Arnars sem þjálfari Íslands í kvöld
433Sport
Í gær

Jafntefli og tap hjá íslensku liðunum

Jafntefli og tap hjá íslensku liðunum
433Sport
Í gær

Ræða framtíð hans á næstu dögum – Hefur slegið í gegn síðan hann yfirgaf Old Trafford

Ræða framtíð hans á næstu dögum – Hefur slegið í gegn síðan hann yfirgaf Old Trafford