Forráðamenn Marseille eru sagðir íhuga það að selja Mason Greenwood í sumar en honum hefur verið hent á bekkinn.
Greenwood hefur verið frábær á þessu tímabili og skorað 15 mörk í 28 leikjum í deildinni. Hefur hann í reynd verið einn besti leikmaður franska boltans.
Roberto De Zerbi er hins vegar á því að Greenwood sé latur innan fallar og hefur sett hann til hliðar.
„Það getur enginn haft meiri virðingu fyrir Greenwood en ég, en það breytir því ekki að hann verður að gera meira. Hann verður að vilja hlutina meira,“ sagði De Zserbi.
„Ef hann vill verða meistari, þá verður hann að fórna sér og vilja hlutina meira.“
Greenwood var keyptur til Marseille frá Manchester United síðasta sumar.