Erling Haaland framherji Manchester City elskar sína bíla og hefur pantað sér glæsilegan Bugatti bíl.
Haaland gerði á dögunum samning við City sem færir honum 200 milljónir punda í vasann yfir þann tíma.
Um er að ræða Bugatti Tourbillon sem kostar 4 milljónir punda eða 694 milljónir króna.
Haaland er frá Noregi en hann hefur verið að fjárfesta í bifreiðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning.
Bugatti er sá nýjasti í safnið hans en margir af ríkustu knattspyrnumönnum í heimi eiga slíkan bíl.