„Fyrirbærið Guðmundsson,“ segir í ítarlegri grein um Albert Guðmundsson leikmann Fiorentina og frammistöðu hans á þessu tímabili sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
Albert er á láni hjá Fiorentina en félagið hefur forkaupsrétt á kappanum í sumar.
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur glímt við nokkur meiðsli á þessu tímabili sem hafa komið í veg fyrir að hann geti spilað alla leiki.
Tölfræði Alberts í bestu deild á Ítalíu er hins vegar mögnuð og er ástæða fyrir greininni, þar kemur meðal annars fram að Albert skorar á 133 mínútna fresti.
Tölfræði Alberts:
Mark á 133 mínútna fresti
8 mörk í 13 skotum á markið
8 mörk í 26 skotum að marki
61 prósent af skotum á markið enda í netinu
30 prósent af skotum að marki enda í netinu.
Albert verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Kosóvó í kvöld í Þjóðadeildinni.