Finnur Tómas Pálmason (2001) hefur framlengt samningi sínum við KR um tvö ár.
Finnur Tómas er uppalinn hjá félaginu og hefur staðið eins og klettur í vörninni undanfarin ár.
Hann var magnaður í vörn KR ungur að árum og var seldur til IFK Norrköping í Svíþjóð árið 2021.
Hann snéri aftur heim ári síðar og hefur staðið vaktina í vörn KR síðan þá.
Finnur verður 24 ára gamall á þessu ár og verður í stóru hlutverki í mikið breyttu KR-liði undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.