Guo Jiaxuan var í gær úrskurðaður látinn, hann hefði í dag fagnað 19 ára afmæli sínu. Guo var knattspyrnumaður en hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik með U20 ára liði Peking í leik á Spáni.
Guo fékk í leiknum þungt höfuðhögg og var haldið sofandi á sjúkrahúsi á Spáni eftir það.
Guo var með mikinn heilaskaða og þegar heilsa hans fór að versna var hann fluttur heim til Peking, þar lést hann í gærkvöldi.
Fjölskylda Guo er ekki sátt með málið og segir að knattspyrnusamband Peking hafi ekki látið þá fá miklar upplýsingar um málið.
„Við viljum sannleikann og réttlæti,“ skrifaði bróðir hans um málið.
Ekki hefur enn komið fram hvernig slysið innan vallar varð sem varð til þess að Guo lést ungur að árum.