Tutto Mercato á Ítalíu segir að Arsenal sé farið að horfa til þess að kaupa Moise Kean framherja Fiorentina í sumar.
Kean er 25 ára gamall og hefur átt fína spretti með Fiorentina á þessu tímabili.
Kean þekkir til á Englandi hann var keyptur til Everton árið 2019 en fann ekki taktinn á Englandi.
Kean var á þeim tíma meðal annars lánaður til PSG en var aftur keyptur til Juventus árið 2023.
Hann fór svo til Fiorentina í fyrra en nú er sagt að Arsenal hafi áhuga á framherjanum knáa frá Ítalíu.
Hjá Fiorentina er Albert Guðmundsson ein af stjörnum liðsins ásamt Kean.