Arnar Smári Arnarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Arnar Smári kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Arnar Smári verður tvítugur í ár og á að baki einn leik í meistaraflokki með Blikum í Bestu deildinni.
Meiðsli hafa haldið aðeins aftur af Arnari á síðustu tímabilum en fram að því hafði hann unnið sér sæti í æfingahópi hjá meistaraflokki Breiðabliks.
„Við erum mjög spennt að fá Arnar Smára til liðs við okkur. Hann er ungur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja sóknarleik okkar á komandi tímabili,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.