Philipp Lahm, goðsögn Bayern Munchen, er ekki sannfærður um það að félagið eigi að leita til Pep Guardiola í annað sinn í sumar.
Guardiola var stjóri Bayern á sínum tíma áður en hann hélt til Manchester City en í dag er Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Spánverjans hjá City, við stjórnvölin á Allianz Arena.
Það er ekki víst að Kompany fái að halda starfi sínu eftir sumarið en Lahm hvetur stjórn liðsins til að sýna Belganum trú þar sem hann gefur leikmönnum liðsins meira frelsi en Guardiola myndi nokkurn tímann gera.
,,Það er mjög augljóst að Kompany fær mikinn innblástur frá Guardiola sem kom eins og stormsveipur inn í nútíma fótbolta,“ sagði Lahm.
,,Guardiola tekur eftir hverju einasta smáatriði á æfingum og hann er heltekinn af öllum sviðum leiksins.“
,,Kompany er ekki annar Guardiola, allir lærisveinar fara sína eigin leið. Hann vill halda boltanum og stjórna leikjunum.“
,,Það er hins vegar útlit fyrir það að hann sé maður sem gefur leikmönnum sínum meira frelsi en Guardiola.“