fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. mars 2025 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philipp Lahm, goðsögn Bayern Munchen, er ekki sannfærður um það að félagið eigi að leita til Pep Guardiola í annað sinn í sumar.

Guardiola var stjóri Bayern á sínum tíma áður en hann hélt til Manchester City en í dag er Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Spánverjans hjá City, við stjórnvölin á Allianz Arena.

Það er ekki víst að Kompany fái að halda starfi sínu eftir sumarið en Lahm hvetur stjórn liðsins til að sýna Belganum trú þar sem hann gefur leikmönnum liðsins meira frelsi en Guardiola myndi nokkurn tímann gera.

,,Það er mjög augljóst að Kompany fær mikinn innblástur frá Guardiola sem kom eins og stormsveipur inn í nútíma fótbolta,“ sagði Lahm.

,,Guardiola tekur eftir hverju einasta smáatriði á æfingum og hann er heltekinn af öllum sviðum leiksins.“

,,Kompany er ekki annar Guardiola, allir lærisveinar fara sína eigin leið. Hann vill halda boltanum og stjórna leikjunum.“

,,Það er hins vegar útlit fyrir það að hann sé maður sem gefur leikmönnum sínum meira frelsi en Guardiola.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enski bikarinn: Welbeck hetjan gegn Newcastle

Enski bikarinn: Welbeck hetjan gegn Newcastle
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðist vera hataður af sínu eigin fólki og endurkoman er ólíkleg – ,,Enginn á það skilið“

Virðist vera hataður af sínu eigin fólki og endurkoman er ólíkleg – ,,Enginn á það skilið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vesturbæingurinn í Efstaleiti varar fólk við – „Vorum að ræða Ryder-ball fyrir ári síðan“

Vesturbæingurinn í Efstaleiti varar fólk við – „Vorum að ræða Ryder-ball fyrir ári síðan“
433Sport
Í gær

Fékk símtal frá Arnari Gunnlaugs á dögunum – Þetta fór þeirra á milli

Fékk símtal frá Arnari Gunnlaugs á dögunum – Þetta fór þeirra á milli
433Sport
Í gær

Hrafnkell lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni fyrir norðan – „Það er eiginlega sjokkerandi“

Hrafnkell lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni fyrir norðan – „Það er eiginlega sjokkerandi“
433Sport
Í gær

Tvenna úr óvæntri átt tryggði City sigur í bikarnum

Tvenna úr óvæntri átt tryggði City sigur í bikarnum
433Sport
Í gær

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“