Fyrrum knattspyrnumaðurinn Nico Hidalgo er látinn eftir baráttu við lungnakrabbamein. Hann var aðeins 32 ára gamall.
Hidalgo var á mála hjá Juventus á yngri árum en lék einnig með liðum eins og Cadiz og Racing Santander áður en hann lauk ferlinum í neðri deildum Spánar. Neyddist hann til að leggja skóna á hilluna árið 2021 eftir að hafa greinst með krabbamein.
Santander er á meðal þeirra sem hafa gefið út yfirlýsingu í kjölfar andláts Hidalgo.
„Ólýsanleg sorg. Við sendum fjölskyldum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við sendum alla okkar ást á þessum erfiðu tímum.“