Cristiano Ronaldo verður ekki með liði Al-Nassr á morgun sem spilar við FC Esteghlal frá Íran.
Ronaldo er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Al-Nassr en hann er víst að glíma við smávægileg meiðsli.
Leikið er í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Esteghlal í Íran.
Stefano Pioli, stjóri Al-Nassr, segir að Ronaldo sé að glíma við ákveðin meiðsli og vildi liðið ekki taka neina áhættu.
Sádi arabíska félagið er talið mun sigurstranglegra í þessari viðureign og er búist við sigri jafnvel þó Ronaldo sé ekki með.