Manchester City reyndi að fá nýju hetju Manchester City í janúarglugganum en þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Um er að ræða hinn efnilega Nico O’Reilly sem skoraði tvennu fyrir City í 3-1 sigri á Plymouth í enska bikarnum í gær.
O’Reilly hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili en hann er miðjumaður sem getur einnig spilað í bakverði.
City hafði ekki áhuga á að hleypa leikmanninum til Chelsea og svaraði neitandi er það síðarnefnda spurðist fyrir um strákinn.
O’Reilly er 19 ára gamall en hann hefur spilað níu leiki fyrir City í öllum keppnum á þessu tímabili.