Hópur stuðningsmanna Millwall varð sér til skammar í gær er liðið spilaði við Crystal Palace í enska bikarnum.
Millwall spilaði manni færri alveg frá áttundu mínútu en Liam Roberts í marki liðsins fékk þá beint rautt spjald.
Rauða spjaldið var svo sannarlega verðskuldað en Roberts fór með takkana í höfuð sóknarmannsins Jean-Philippe Mateta sem var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.
,,Leyfið honum að deyja,“ var sungið á Selhurst Park er Mateta lá í grasinu og er hann var borinn af velli.
Millwall gæti vel átt yfir höfði sér refsingu eftir þessa hegðun stuðningsmanna en sem betur fer þá er Mateta ekki alvarlaega slasaður.
Lukas Jensen, fyrrum markvörður Kórdrengja, kom inn í stað Roberts en hann fékk á sig öll þrjú mörkin í tapinu.