Dele Alli var í leikmannahópi Como á Ítalíu í fyrsta sinn í kvöld er liðið mætti Roma á útivelli.
Alli hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár en meiðsli og andleg vandamál hafa spilað stórt hlutverk.
Englendingurinn fékk samning hjá Como fyrr á þessu tímabili en hefur hingað til ekki komið við sögu.
Alli sat allan tímann á varamannabekknum í þessari viðureign sem Como tapaði með tveimur mörkum gegn einu.
Como er með 28 stig í 13. sæti deildarinnar og er sex stigum frá fallsæti.