Samkvæmt heimildum 433.is hafa Valsmenn gert rausnarlegt tilboð í Andi Hoti leikmann Leiknis.
Andi sem er fæddur árið 2003 er öflugur varnarmaður sem á leiki fyrir unglingalandslið Íslands. Þá hefur hann leikið yfir 100 leiki í næst efstu deild.
Samkvæmt heimildum hafa Valsmenn haft áhuga á Andi lengi og gerðu tilboð fyrr í vetur en samningur hans rennur út í haust.
Annað tilboð var síðan gert um helgina en Andi hefur ekki viljað framlengja samning sinn við Leikni og vill ganga til liðs við Valsmenn.
Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. “Andi er góður leikmaður en samningsbundinn Leikni. Við erum mjög ánægðir með hópinn okkar en erum auðvitað alltaf vakandi fyrir styrkingum.”